m
Öpp og forrit – Tónheyrn

Öpp og forrit - tónheyrn

Hér kemur listi yfir allskyns öpp, forrit og vefsvæði sem þjálfa tónheyrn. Öll forritin og vefsvæðin eru á ensku og nótnanöfn eru því að einhverju leyti öðruvísi en í íslenska nótnanafnakerfinu.

Öpp fyrir Android

EarMastersækja á Google Play.

Öflugt forrit sem inniheldur allskyns gagnvirkar tónfræði- og tónheyrnaræfingar. Hægt að hlaða niður ókeypis en til fá fullan aðgang þarf að borga mánaðargjald sem í janúar 2023 er $5.50 á mánuði eða $3.30 á mánuði ef tekin er ársáskrift. 

 

Functional Ear Trainersækja á Google Play.

Forrit sem er hannað til þess að þjálfa notendur sem stefna á að geta skrifað laglínur niður eftir heyrn og læra lög eftir heyrn. Forritið fær mjög góða dóma hjá notendum og virðist vera alveg ókeypis.

 

Perfect Ear: Music & RhythmSækja á Google Play.

Hljómar, tónstigar, tónbil og nótnalestur. Ókeypis að hlaða niður en greiða þarf til að opna fyrir alla möguleika appsins.

Öpp fyrir iOS (Apple)

EarMaster. Sækja á App Store.

Öflugt forrit sem inniheldur allskyns gagnvirkar tónfræði- og tónheyrnaræfingar. Hægt að hlaða niður ókeypis en til fá fullan aðgang þarf að borga mánaðargjald sem í janúar 2023 er $5.50 á mánuði eða $3.30 á mánuði ef tekin er ársáskrift.

 

Tenuto – Sækja á App Store.

Forrit frá þeim sömu og eru með vefinn Musictheory.net. Ýmsar góðar tónfræði- og tónheyrnaræfingar. Það kostar $5 að kaupa þetta app (verð í janúar 2023).

 

Functional Ear Trainersækja á App Store.

Forrit sem er hannað til þess að þjálfa notendur sem stefna á að geta skrifað laglínur niður eftir heyrn og læra lög eftir heyrn. Forritið fær mjög góða dóma hjá notendum og virðist vera alveg ókeypis.

Tónheyrnarvefsvæði

Musictheory.net – töluvert af kennsluefni (í textaformi) og ókeypis æfingum sem kenna og æfa til dæmis nótnanöfn, tónbil, hljóma, tónstiga og hljóma á gítarhálsi. 

Tonesavvy.com – mjög góður vefur með mikið af gagnvirkum æfingum í tónfræði og tónheyrn. Það er boðið upp á mikið af allskyns stillingum fyrir verkefnin og það getur verið ruglandi fyrir byrjendur, sérstaklega þau sem ekki þekkja tónlistarorðin á ensku.

Vefurinn tónfræði.is er rekinn af tónlistarkennurunum Christinu van Deventer og Dr. Braga Þór Valssyni.

Starfsmenntunarsjóður FT styrkti hönnun og þróun vefsins. Sterkar Strandir, Þróunarsjóður námsgagna og Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins styrktu viðbætur við hann.

Hafið endilega samband í tölvupósti til að koma með tillögur að nýju efni eða bjóðast til að framleiða efni.

T ó n f r æ ð i . i s