d
Tónlistarsaga – Miðaldir – Upplýsingar
Sögustund

Tónlistarsaga

Miðaldir

Tímabilið er milli áranna 400 og 1400 og yfirleitt erum við að vísa til meginlands Evrópu, en ekki önnur svæði í heiminum og ekki heldur um Ísland.

Við vitum ekki mikið um miðaldatónlist því hún var yfirleitt ekki skrifuð niður. 

Tónlist á miðöldum var annarsvegar ætluð fyrir kirkju og hinsvegar til skemmtunar.


Tónlist til skemmtunar:

 • Þetta er tími trúbadoranna (ferðatónlistarmanna).
 • Lög voru oft langar sögur sem einhver hafði samið tónlist við – jafnvel það nýjasta í fréttum. Svona lög voru kölluð ballöður.
 • Trúbadorar léku undir lögin sín með hljóðfæri sem þeir gátu flutt með sér, eins og til dæmis lútu, fiðlu, hörpu eða blokkflautu.
 • Trúbadorarnir sömdu texta og fluttu lög sem voru kölluð hringlög eða keðjusöngvar. Trúbadorinn kenndi hópi af fólki á staðnum lagið.
 • Danstónlist var leikin í sölum konunga og tigins fólks við allskyns viðburði (eins og til dæmis brúðkaup) á til dæmis sekkjapípur, tambúrínur og hurdy-gurdy.
 • Vinsælustu dansarnir voru línudansar (eins og t.d. Farandole) og hringdansar (eins og t.d. Bransle).
 • Hópsöngslög („carols“) þróuðust á þessum tíma og voru fljótlega farin að þjóna sama tilgangi og hópsöngsjólalög gera í dag.
Miðaldahljóðfærið hurdy-gurdy
Trúbadúr leikur á hljóðfærið sitt og syngur ballöðu

Jessica Baran-Surel og Toma Moon leika tónverk frá miðöldum:

Hér fyrir neðan leikur tónlistarkonan Jessica Baran-Surel (önnur frá vinstri) ásamt þremur öðrum hljóðfæraleikurum kaflann Cantiga 166 úr Cantigas de Santa Maria. Það má þó líklega deila um það hvort slagverkssólóið um miðbik upptökunnar sé í miðaldastíl.

Kirkjutónlist

 • Messur voru fluttar í kirkju. Þær voru í fimm hlutum: Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Messuformið (meira að segja í venjulegri íslenskri sunnudagsmessu í kirkju) er enn mjög svipað í dag.
 • Söngur var aðalhljóðfærið notað til flutnings tónlistar inni í kirkjum. Önnur hljóðfæri voru bönnuð í kirkjum en um miðbik tímabilsins þróaðist orgelið og var notað til að leika undir söng. Einnig voru notaðar bjöllur sem litu svipað út og sleðabjöllur nútímahljóðfæraleikara.
 • Sléttsöngur („plainsong“) var algengasta tegund söngs í kirkjum. Sléttsöngur er laglína með frjálsum hryn. Síðar fór tónlistarfólk að bæta við annarri rödd (yfirrödd/undirrödd) sem meðleik með laglínunni. Stundum var undirröddin alveg eins og laglínan en ferund eða fimmund frá henni. Þetta hljómar mjög svipað og íslenskur tvísöngur.
 • Antifóna var stundum notuð í kirkjunni og er enn notuð í dag. Þá syngur forsöngvari fyrri hluta og söfnuðurinn (eða kór) „svarar“ með seinni hluta. Þetta form er ekki ósvipað hringlögunum eða keðjusöngvunum sem trúbadorarnir voru að syngja á skemmtunum á svipuðum tíma.
 • Á 13. öld hafði sléttsöngurinn þróast yfir í Gregorssöng („Gregorian Chant“) og öll önnur form sléttsöngs höfðu dáið út.
 • Fyrstu nótnahandritin sem nota einhverskonar nótnastreng þróuðust á miðaldatímabilinu. Í slíkum nótum sést hvernig nóturnar hreyfast upp og niður en ekki hvenær eða á hvaða tóni á að byrja.
Tónlist frá miðöldum
Leikrit í fullum gangi

Vefurinn tónfræði.is er rekinn af tónlistarkennurunum Christinu van Deventer og Dr. Braga Þór Valssyni.

Starfsmenntunarsjóður FT styrkti hönnun og þróun vefsins. Sterkar Strandir, Þróunarsjóður námsgagna og Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins styrktu viðbætur við hann.

Hafið endilega samband í tölvupósti til að koma með tillögur að nýju efni eða bjóðast til að framleiða efni.

T ó n f r æ ð i . i s