m
Öpp og forrit – Tónlistarhlustun

Öpp og forrit - tónlistarhlustun

Fyrir ekki löngu síðan var algengt að fólk hlæði niður tónlistarskrám og spilaði þær svo í sérstökum forritum. Í dag hlusta langflestir hinsvegar á tónlist í gegnum einhverskonar streymisveitu og hér fyrir neðan má finna lista af þeim helstu.

Fyrir þau ykkar sem máli skiptir hversu mikið tónlistarfólkið sjálft fær greitt hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur hversu mikið hver tónlistarveita borgar sínu tónlistarfólki og velja svo þær veitur sem borga tónlistarfólki mest. Þannig græðum við öll, því við viljum auðvitað að tónlistarfólk geti haft efni á því að búa til meira efni fyrir okkur.

Áskriftarverðin sem við gefum upp hér fyrir neðan eru ýmist í dollurum eða Evrum því öppin sjálf gefa yfirleitt áskriftarverðin sín upp í þeim gjaldmiðlum.

Spotify er langvinsælasta tónlistarveita í heimi en er þó sú næstvinsælasta í Bandaríkjunum. Spotify veitan hefur verið gagnrýnd fyrir það hversu lítið þau greiða tónlistarfólki og þau ykkar sem það skiptir máli gætu mögulega vilja skoðað aðra möguleika. Hér er þó hægt að finna gífurlegt magn tónlistar til að hlusta á.

Verð (í febrúar 2023): ókeypis með auglýsingum eða $9.99 á mánuði.

Vinsælasta tónlistarþjónustan í Bandaríkjunum og mögulega sú þægilegasta til að nota á Apple tækjum en hún er einnig í boði í Android tækjum. Hún býður upp á ýmislegt áhugavert eins og upptökur í fullum gæðum, söngtexta með mjög mörgum upptökum, að hægt sé að lækka í söngnum og syngja með.

Verð (í febrúar 2023): $9.99 á mánuði fyrir venjulega áskrift eða $14.99 á mánuði fyrir fjölskylduáskrift. Einnig er hægt að kaupa Apple One áskrift sem inniheldur Apple Music, sjónvarpsþátta- og kvikmyndaveituna Apple TV+, leikjaveituna Apple Arcade og geymslupláss í iCloud skýinu. Sú áskrift kostar (í febrúar 2023) $16.95 á mánuði fyrir einstaklingsáskrift og $22.95 á mánuði fyrir fjölskylduáskrift.

Flest sem þetta lesa þekkja eflaust YouTube og eru vön að horfa á allskonar myndbönd þar. Sú myndbandaþjónusta var þó aldrei hugsuð til þess að hlusta á tónlist og því býður YouTube einnig upp á áskriftarþjónustuna YouTube Music þar sem hægt er að hlusta á tónlist án þess að kveikt sé á skjánum og án auglýsinga.

Verð (í febrúar 2023): $9.99 á mánuði en áskrift að YouTube Music fylgir ókeypis með áskriftinni YouTube Premium (sem losar þig við allar auglýsingar á YouTube).

Deezer inniheldur rúmlega 73 milljón lög og talað er um að þessi streymisveita geri notendum sérstaklega auðvelt að finna tónlist við sitt hæfi og búa til „play“ lista. Verð (í febrúar 2023): €10,99 á mánuði fyrir „Deezer Premium“ og €17,99 fyrir „Deezer Family“ en þá mega aðilar innan sömu fjölskyldu allir nota áskriftina.

Hér má finna fleiri en 80 milljón lög og 350.000 tónlistarmyndbönd. Tidal býður upp á að hlusta á tónlistarupptökur í hærri gæðum en margir samkeppnisaðilarnir. Verð (í febrúar 2023): $9.99 á mánuði fyrir upptökur í venjulegum gæðum, $19.99 á mánuði fyrir upptökur í háum gæðum.

Vefurinn tónfræði.is er rekinn af tónlistarkennurunum Christinu van Deventer og Braga Þór Valssyni.

Starfsmenntunarsjóður FT styrkti hönnun og þróun vefsins og Sterkar Strandir styrktu viðbætur við hann.

Hafið endilega samband í tölvupósti til að koma með tillögur að nýju efni eða bjóðast til að framleiða efni.

T ó n f r æ ð i . i s