Tónfræði.is

Verið velkomin á vefinn tónfræði.is. Hér er boðið upp á ýmiskonar gagnvirk tónfræðiverkefni á íslensku þar sem nemendur geta látið fara sjálfkrafa yfir verkefnin og geta svo reynt sig við þau aftur þar til þeir hafa náð góðum tökum á viðfangsefninu. Efnið á þessum vef miðast að mestu við erfiðleikastig grunnprófs í tónfræði.

Hægt er að æfa sig í
HLJÓÐFÆRAÞEKKINGU
TÓNBILUM
NÓTNAHEITUM
LENGDARGILDUM
TÓNLISTARTÁKNUM
TÓNLISTARORÐUM
TÓNLISTARSÖGU / TÓNLISTARTÍMABILUNUM
TAKTBOÐUM
SÖNGHEITUM
HRYN (RYTMA)
TÓNTEGUNDUM

Vefurinn tónfræði.is er rekinn af tónlistarkennurunum Christinu van Deventer og Dr. Braga Þór Valssyni.

Starfsmenntunarsjóður FT styrkti hönnun og þróun vefsins. Sterkar Strandir, Þróunarsjóður námsgagna og Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins styrktu viðbætur við hann.

Hafið endilega samband í tölvupósti til að koma með tillögur að nýju efni eða bjóðast til að framleiða efni.

T ó n f r æ ð i . i s