m
Öpp og forrit

Öpp og forrit

Það eru allskyns öpp og tónlistarforrit á markaðnum sem geta hjálpað nemendum að ná tökum á ýmsum þáttum tónfræðinnar.

Hér fyrir neðan mælum við með nokkrum öppum og forritum í mismunandi flokkum. Ef þú átt þér uppáhaldstónlistarapp sem þú vilt láta okkur vita af, endilega hafðu samband!

Að skilja

Tónfræðiforrit

Það eru til allskonar vefsvæði og öpp sem geta hjálpað þér að læra tónfræðireglurnar og að æfa og þjálfa þær. Smelltu hér til að skoða þau.

 
Að hlusta

TÓNHEYRNAR-FORRIT

Ýmis forrit sem hjálpa þér að þjálfa hlustunina. Þau finnurðu með því að smella hér.

Að skrifa

Nótnaskriftar-forrit

Þegar þú ætlar að semja þitt næsta meistaraverk þarftu að geta skrifað það niður í nótnaformi svo aðrir geti lesið það. Þá þarftu nótnaskriftarforrit og um þau geturðu fræðst með því að smella hér.

Að njóta

Forrit til að hlusta á tónlist

Það eru mörg forrit á markaðnum sem gera þér auðveldara að njóta þeirrar tónlistar sem þú hefur gaman af því að hlusta og að finna nýja tónlist til að hlusta á. Með því að smella hér finnurðu lista af þeim.

Að skapa

Upptökuforrit

Þegar þú hefur samið meistaraverkið viltu auðvitað að fólk geti heyrt það. Til þess notum við upptökuforrit og það eru til allskonar útgáfur af þeim en þau gera ekki öll það sama. Góður listi af þeim fæst með því að smella hér.

 
m
Að leika

TÓNlistarleikir

Það eru margir tónlistarleikir á markaðnum. Við höfum tekið saman lista yfir þá leiki sem við teljum vera hentuga til að læra og æfa tónlistarkunnáttu. Sá listi er á bakvið þennan smell hér.

Vefurinn tónfræði.is er rekinn af tónlistarkennurunum Christinu van Deventer og Dr. Braga Þór Valssyni.

Starfsmenntunarsjóður FT styrkti hönnun og þróun vefsins. Sterkar Strandir, Þróunarsjóður námsgagna og Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins styrktu viðbætur við hann.

Hafið endilega samband í tölvupósti til að koma með tillögur að nýju efni eða bjóðast til að framleiða efni.

T ó n f r æ ð i . i s