m
Öpp og forrit – Tónlistarleikir

Öpp og forrit - tónlistarleikir

Hér kemur listi yfir allskyns tónlistarleiki sem hægt er að finna á Netinu. Lögð verður áhersla á tónlistarleiki sem nemendur eru líklegir til að læra eitthvað af og þeir leikir sem krefjast engrar kunnáttu eða lærdóms verða skildir útundan.

Nutka, Song pop party, Bagpipe, Ella, Music Crab, Musical Notes, Kindermusik, Noteworks, Smart Scales, Sight Sing Pro, Music Theory Test, ABRSM Piano Practice, Aural Wiz, ABRSM 1-5 Aural Trainer, Stave’n’Tabs, Sibelius

 

Rhythm Cat Lite – mjög skemmtilegur og vel hannaður leikur þar sem þú æfir þig í að slá inn takt á meðan lög eru spiluð. Hægt er að kaupa fulla útgáfu af leiknum ef þú vilt halda áfram eftir að hafa klárað allt ókeypis efnið.

Rhythm Cat Lite á Google Play: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.stockmusicboutique.rhythmcatlite

Rhythm Cat Lite í App Store: https://apps.apple.com/za/app/rhythm-cat-lite/id488167475 

 

Treble Cat – Leikur frá sama framleiðanda og „Rhythm Cat“ en hér æfirðu þig í nótunum í G-lykli. „Lite“ leikurinn er ókeypis en svo er hægt að kaupa fulla útgáfu ef þú vilt halda áfram eftir að hafa klárað allt ókeypis efnið.

Treble Cat Lite á Google: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.stockmusicboutique.treblecatlite

Treble Cat Lite í App Store: https://apps.apple.com/za/app/treble-cat-lite/id846013030

Bass Cat – leikur sem er eins og „Treble Cat“ en hér eru nóturnar í F-lykli æfðar.

Bass Cat Lite á Google Play: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.melodycats.basscatlite

Bass Cat Lite á App Store: https://apps.apple.com/za/app/bass-cat-lite-read-music/id1446460468

Epic Orchestra – skemmtilegur leikur sem krakkar hafa gaman af og að reyna að gera betur í hvert skipti. Þú þarft að ná að „stjórna“ hljómsveitinni rétt með því að renna fingrinum upp, niður, til vinstri og til hægri til þess að hljóðfæraleikararnir á skjánum móðgist ekki og hætti í hljómsveitinni!

Epic Orchestra á App Store: https://apps.apple.com/za/app/epic-orchestra/id1063781546

SoundForest – í þessum leik raðar þú upp allskyns táknum í röð og býrð með því til allskyns skemmtilega takta!

SoundForest í App Store: https://apps.apple.com/za/app/soundforest/id1194745290

Í Bagpipe þarftu að blása inn í hljóðnema símans til að búa til loft fyrir þetta blásturshljóðfæri. Svo ýtirðu á „götin“ á hljóðfærinu sem þú sérð á símaskjánum. Ekki leyfa loftinu að klárast því þá hættir hljóðfærið að spila tóna!

Bagpipe í App Store: https://apps.apple.com/za/app/soundforest/id1194745290

Vefurinn tónfræði.is er rekinn af tónlistarkennurunum Christinu van Deventer og Dr. Braga Þór Valssyni.

Starfsmenntunarsjóður FT styrkti hönnun og þróun vefsins. Sterkar Strandir, Þróunarsjóður námsgagna og Námsefnissjóður Sítón og Menntamálaráðuneytisins styrktu viðbætur við hann.

Hafið endilega samband í tölvupósti til að koma með tillögur að nýju efni eða bjóðast til að framleiða efni.

T ó n f r æ ð i . i s